SÖLUSÍÐUR

Hvaða vandamál leysa sölusíður?

Skráning

Einföld leið til að opna fyrir skráningu á viðburði. Færð hlekk til að deila. Einnig hægt að fell inn (e. embed).

Reikningur
Viðskiptavinur verður til og reikningur er sjálfkrafa sendur á greiðanda ásamt kröfu í netbanka.

Þátttakandalisti
Kerfið heldur utan um þátttakandalista fyrir þig, ásamt upplýsingum um greiðanda og greiðslustöðu.

Greiðslukvittun

PDF greiðslukvittun fyrir viðburðinn sendist á greiðanda sjálfvirkt þegar greiðsla er staðfest.

QR Miðar á viðburð

QR kóðar fyrir miða á viðburðinn. Einfalt að skanna, sjá greiðslustöðu og merkja mætt(ur).

Einföld umsýsla

Ekkert kreditkort, krafa stofnast sjálfkrafa á kennitölu greiðanda og löglegur reikningur gefinn út.

Engin tvískráning

Kaupendur eru varaðir við ef að uppgefin kennitala hefur nú þegar pantað miða á viðburðinn.

Biðlisti

Ef það er uppselt á viðburðinn þá geta áhugasamir skráð sig á biðlistann.

"Mikið einfaldara að halda utanum skráningu, reikninga og mætingu á viðburði FÍ með sölusíðum Konto!"

María Björk Ingvadóttir
Framkvæmdastjóri FÍ

SKRÁ VÖRU

Þú byrjar á því að búa til vöru

Nafn og verð
Það eina sem þarf að skrá er heiti þess sem verið er að selja og verð.

Vörunúmer

Kerfið leggur sjálfkrafa til vörunúmer,

en þú getur líka breytt, ef þú vilt.

Birtist á sölusíðu
Heitið á vörunni og verð birtast á sölusíðunni.

Útbúa sölusíðu
Þú vistar vöruna, opnar hana síðan aftur og smellir á útbúa sölusíðu (takkinn efst á vörusíðunni).

STOFNA SÖLUSÍÐU

Setur inn textalýsingu og myndir

Námskeið og viðburðir

Í tegund sölusíðu er valið “Námskeið og viðburðir”.

Greiðsluferlið

Bæta við gjaldi, lendingarsíðu eða virkja greiðsluhlekki.

Hvar og hvenær

Skráðu hvenær byrjar og hvar á að mæta (eða netfund).

Texti og myndir

Setur inn þann texta og myndir sem þú vilt.

Takmarkað magn
Ef valið er að setja inn lagerstöðu þá hættir síðan sjálfkrafa að taka skráningar eftir að hámarksfjölda er náð. 

Tilkynningar- og greiðslugjald (valkvætt)

Þú getur bætt við gjaldi, sem greiðandi greiðir. Til að mæta þínum kostnaði við að senda reikning í netbanka (kröfu).

Útlit sölusíðu

Þú sérð alltaf hægra megin á skjánum hvernig sölusíðan mun líta út. Smellir svo á “Stofna sölusíðu”

MÍNAR SÖLUSÍÐUR

Hvernig opnar þú fyrir skráningar?

Afrita hlekkinn

Einfaldast er að vísa á sölusíðuna á vef Konto og þá afritar þú bara hlekkinn og deilir honum t.d. á samfélagsmiðlum og/eða lætur skráningarhnapp á þínum vef vísa á síðuna.

Bæta við mína síðu
En einnig er í boði að gera sölusíðuna hluta af þínum vef (e. embed)  - þá velur þú “Bæta við mína síðu” til að sjá kóðann sem þú þarft að bæta við vefinn hjá þér.

SKRÁNING ÞÁTTAKENDA

Greiðandi sér sjálfur um skráningu

Skráning á viðburð

Aðili sem vill skrá einn eða fleiri aðila á viðburð hjá þér fer þá inn á sölusíðuna og fyllir út upplýsingar um sjálfan sig sem greiðanda. 

Skráning margra í einu

Ef t.d. vinnuveitandi er að skrá marga starfsmenn sína á viðburð þá setur hann í reitinn magn fjölda þeirra. Þá opnast nýr reitur neðst á síðunni fyrir skráningu á nöfnum og netföngum þeirra sem mæta. 

Staðfesting með SMS kóða

Þegar aðili smellir síðan á “Staðfesta” þá er hann beðinn um að staðfesta símanúmerið með því að slá inn kóða sem hann fær í sms. Hægt að velja að fá email frekar.

Reikningur og krafa í netbanka

Í kjölfarið er viðkomandi sjálfkrafa skráður sem viðskiptavinur á þínum Konto notanda, reikningur stofnaður á hann og birtur í netbanka (krafa).

Rafrænir reikningar (XML)

Reikningur er almennt sendur sem PDF skjal á netfang kaupa. En hann getur hakað í reitinn “Ég óska eftir að fá rafrænan XML reikning” og þá er reikningurinn sendur sem XML. 

Biðlisti

Mögulegt að bjóða uppá biðlista. Ef það er uppselt á viðburðinn þá geta áhugasamir skráð sig á biðlistann. Ef pláss opnast getur eigandi sölusíðu bætt við á lista yfir þátttakendur og sent reikning meið einum músar-smell.

Þátttakandi annar en greiðandi
Oft er það þannig að greiðandi sé ekki sá sami og þátttakandi. Einfalt að skrá þátttakendur, einn eða fleiri og senda reikning, rafrænan XML eða PDF.

Erlendir þátttakendur
Þegar greiðsluhlekkir eru virkjaðir, þá er hægt að velja viðmót á ensku, velja land og greiða með korti í staðin fyrir sjálfgefið ferli með kröfu í netbanka hjá greiðanda.

TILKYNNINGAR Á TÖLVUPÓSTI

Þú velur hvaða tilkynningar sendast

Fá að vita þegar ný skráning á sér stað

Þú ræður hvort þú vilt fá sendan tölvupóst í hvert skipti sem einhver skráir sig á viðburð. PDF reikningur fylgir þá með í viðhengi.

Fá að vita þegar greitt

Einnig hefur þú val um það hvort þú vilt fá sendan tölvupóst þegar reikningur er greiddur. 

Senda greiðslukvittun (sjálfvirkt)

Ef þú vilt að aðili fái senda greiðslukvittun sjálfvirkt þegar reikningur er greiddur í netbanka þá hakar þú í “Senda afrit af Greitt kvittun á viðskiptavini”

Stillingar > Tilkynningar á tölvupósti

LISTI YFIR SKRÁÐA AÐILA

Þátttakandalisti með greiðslustöðu

Á listanum kemur fram:

  • Fjöldi, nafn og netfang þeirra sem eru skráðir á viðburðinn. 
  • Nafn, símanúmer og kennitala greiðanda.
  • Reikningsnúmer og greiðslustaða.
  • Skilaboð (ef skráð)
  • Mæting

Biðlisti

Veldu að bæta þeim sem eru biðlista við viðburðinn og sendu þeim reikning með einum músar-smell. 

Skoða listann

Á yfirlitinu Mínar sölu- og skráningarsíður getur þú smellt á “Yfirlit yfir skráningar” til að sjá lista yfir alla sem eru skráðir á viðburðinn auk greiðslustöðu. 

Sækja listann

Veldu "Sækja lista yfir skráða aðila" til að sækja og vinna með listann í Excel.

YFIRLIT REIKNINGA

Allir reikningar á einum stað

Reikningur í netbanka

Smella til að skoða

Með því að smella á “Í netbanka, kröfunúmer. xxx” sérðu nánari upplýsingar um kröfuna.

Til að skoða reikning nánar og sögu hans þá smellir þú á hann í yfirlitinu.

Leita og stilla tímabil

Velja, haka og sækja

Þú sérð alla reikninga sem þú hefur sent í “Yfirlit reikninga”. Einfalt að leita og takmarka tímabil.

Til að sækja reikninga hakar þú við viðkomandi reikninga og velur svo takkann “Sækja reikninga”.

AÐGERÐIR REIKNINGS OG SAGA

Með þetta allt á hreinu!

Mynd af reikningi alltaf sýnileg

Einfalt að framkvæma aðgerðir

Lengst til hægri birtist mynd af reikningum.

Til vinstri birtast þær aðgerðir sem hægt er að velja. 

Saga reiknings

Senda reikning aftur

Fyrir neðan mögulegar aðgerðir er saga reikningsins. Þar sérðu m.a. hvenær reikningur var gefinn út, hvort og hvenær hann var móttekinn og hvort hann sé greiddur.

Ef ekki tekst að afhenda reikning t.d. vegna innsláttarvillu í netfangi þá kemur það fram í sögu reiknings (og við sendum þér líka tölvupóst til að láta þig vita). Til að senda slíkan reikning aftur (á rétt netfang) er valið “Senda aftur”.

QR KÓÐI FYRIR MIÐA Á VIÐBURÐINN

Skannaðu liðið við innganginn

QR kóði sendur á þátttakendur

Rafrænir miðar

Sendist sjálfkrafa á netfang þátttakenda.

Þátttakandi getur bætt við Google eða Apple Wallet.

Skönnun sýnir greiðslustöðu

Merkja við mætingu

Þegar skannað með myndavél á nettengdum síma og valið að opna slóðina, þá opnast þinn upphálds vafri og sýnir upplýsingar um greiðanda og þátttakendur, ásamt greiðslustöðu reiknings.

Ef eigandi sölu- og skráningarsíðu Konto (eða aukanotandi) er innskráð(ur) í þeim vafra sem opnast með QR kóðanum þá getur viðkomandi skráð mætingu með að breyta tékkbox í grænt.

KOMA REIKNINGUM TIL BÓKARANS

Bókarinn á eftir að elska þig!

Umboðsaðili / Bókaraaðgangur

Sæka alla reikninga og senda

Þú getur veitt bókaranum aðgang að þínu Konto notanda, þá getur hann sjálfur sótt reikninga, hreyfingarlist og skýrslur. 

Önnur leið er að velja viðkomandi reikninga í yfirlit reikninga og hlaða þeim niður í zip skrá og senda bókaranum. 

Kostar ekkert fyrir bókara

Skýrslur til að flytja inn gögn

Aðgangur fyrir bókara að Konto er ókeypis, en þú þarft að vera í greiddri áskrift til að veita honum aðgang að þínu notanda.

Bókarar sem nota DK bókhaldskerfið geta sótt söluskýrslu úr Konto til innkeyrslu í DK.

ALGENGAR SPURNINGAR

Hvað kostar þetta?
Til að getað stofnað sölusíðu þarftu að vera í greiddri áskrift að Konto. Almennt er hagkvæmast að vera FRÆ áskrift, 2.290 kr. ( + vsk) á mánuði eða 22.900 (+ vsk) fyrir ársáskrift og kaupa síðan inneign fyrir reikningagerð eftir því hvað þú þarft að gefa út marga reikninga. Því fleiri inneignir sem eru keyptar í einu því lægra er stykkjaverðið. Þinn kostnaður við að senda reikning í netbanka (kröfu) er 160 kr. Þú hefur val um að setja tilkynningar- og greiðslugjald á reikninga til að mæta þínum kostnaði. 

Sjá verðskrá Konto hér.


Dæmi: Aðili sem stendur fyrir mánaðarlegri ráðstefnu þar sem mæta að meðaltali 125 manns. Hann er í ársáskrift að FRÆ og kaupir 1.500 inneignir fyrir reikningagerð í einu lagi. Mánaðarlegur kostnaður hans (meðaltal) er 31.040 kr. (+vsk). Ef hann setur t.d. 200 kr. (+vsk) tilkynningar- og greiðslugjald á reikninga þá fær hann 25.000 kr. af þeim kostnaði til baka. Mánaðarlegur kostnaður því um 6.040 kr.

Hvernig bakfæri ég reikning? T.d. ef boðuð eru forföll á viðburð og óskað eftir endurgreiðslu.
Þú velur viðkomandi reikning í yfirlit reikninga og smellir síðan á “Fella niður reikning (gera kreditreikning)”. Kerfið stillir þá upp fyrir þig alveg eins reikningi (nema kredit) sem þú síðan sendir á viðskiptavin. Hafi krafa í netbanka ekki verið greitt þá er hún sjálfkrafa felld niður. 

Hvað geri ég ef reikningur er greiddur með millifærslu?
Ef reikningur er greiddur með millifærslu þá þarftu að velja viðkomandi reikning í yfirlit reikninga og smella á “Merkja reikning sem greiddur reikningur”. Þá merkir kerfið hann sem greiddan og fellir sjálfkrafa niður reikning í netbanka (kröfu). 

Má ég vera með fleiri en eitt reikningakerfi?

Já. Þú verður bara að gæta þess að þú byrjir nýja númeraröð og að þær séu aðgreinanlegar. Allir reikningar útgefnir í Konto eru með forskeyti sem er einstakt fyrir hvern og einn viðskiptavin, sem dæmi REK-1001.

HAFÐU SAMBAND

Viltu fá kynningu eða ertu með spurningu?