Hvað kostar þetta?
Til að getað stofnað sölusíðu þarftu að vera í greiddri áskrift að Konto. Almennt er hagkvæmast að vera FRÆ áskrift, 2.290 kr. ( + vsk) á mánuði eða 22.900 (+ vsk) fyrir ársáskrift og kaupa síðan inneign fyrir reikningagerð eftir því hvað þú þarft að gefa út marga reikninga. Því fleiri inneignir sem eru keyptar í einu því lægra er stykkjaverðið. Þinn kostnaður við að senda reikning í netbanka (kröfu) er 160 kr. Þú hefur val um að setja tilkynningar- og greiðslugjald á reikninga til að mæta þínum kostnaði.
Sjá verðskrá Konto hér.
Dæmi: Aðili sem stendur fyrir mánaðarlegri ráðstefnu þar sem mæta að meðaltali 125 manns. Hann er í ársáskrift að FRÆ og kaupir 1.500 inneignir fyrir reikningagerð í einu lagi. Mánaðarlegur kostnaður hans (meðaltal) er 31.040 kr. (+vsk). Ef hann setur t.d. 200 kr. (+vsk) tilkynningar- og greiðslugjald á reikninga þá fær hann 25.000 kr. af þeim kostnaði til baka. Mánaðarlegur kostnaður því um 6.040 kr.