ÁSKRIFTARREIKNINGAR
Einföld umsjón og tenging við vísitölu

Veldu að stilla upp áætlun fyrir hversu oft á að senda reikninga og með hversu reglulegu millibili. Veldu að tengja við vísitölu neysluverðs og slakaðu á, nú gerist þetta sjálfkrafa hér eftir.
Innifalið í greiddri áskrift, dugar að vera í Fræ (2.290/ mánuð)
Reikningar uppfærast sjálfkrafa út frá breytingu vísitölu
Reikningar sendir í netbanka og innheimtan er sjálfvirk
Þú færð greitt milliliðalaust, Konto tekur ekki % af upphæð
Stilla og svo slappa af
Kerfið sækir nýjustu vísitölu neysluverðs og
reiknar út verðbreytingar á vörunum út frá grunnvísitölu



STILLA ÁÆTLUN
Hversu oft, hvenær og tengja við vísitölu?
Gefðu áætlun þinni heiti (bara fyrir þig) og stilltu svo hve marga reikning á að senda og með hversu reglulegu millibili. Síðan ákveða hvenæar á að senda fyrsta reikninginn og hvort þú viljir tengja við vísitölu neysluverðs.
Ef tenging við vísitölu er virkjuð verður að velja frá hvaða dagsetningu eigi að reikna grunnvísitöluna. Upphæðin uppfærist svo sjálfkrafa í hvert sínn sem reikningur er sendur.



ÚTBÚA REIKNINGINN
Stilla greiðanda og vörur á reikningi
Eftir að hafa stillt áætlun fyrir áskriftarreikninga verður að stilla upp reikning sem á að senda. Skráðu hvaða viðskiptavinur eða hópur (hægt að senda eins reikning á marga í hóp) eru greiðandi. Settu svo inn vöru(r) og einhverja lýsingu (ef þarf) áður en þú velur Yfirfara og senda.
Þér birtist drög að reikningi. Þú getur valið greiðsluaðferð og hvort þú viljir senda tölvupóst tilkynningu. Þegar þú ert ánægð(ur) með reikninginn velur þú Senda.
Þegar þú stofnar reikning í netbanka færðu valkost um að bæta við tilkynningar- og greiðslugjaldi á reikninginn til að mæta þínum kostnaði fyrir reikningagerð og bankabirtingu. Staðfesta með að velja Senda.
Í þessu dæmi er greiðandi erlendur og PDF úttak stillt á að birtast á Ensku. Sjálfgefið er að senda á Íslensku.



YFIRLIT
Fylgjast með og skoða útgefna reikninga
Einfalt yfirlit yfir þína áskriftarreikninga með hlekk á síðasta senda reikning. Þú getur með nokkrum músarsmellum uppfært hvenær á að senda næsta reikning og still hvaða greiðslufrest greiðandi hefur (stillt gjalddaga og eindaga). Með því að smella á Sjá senda reikninga fyrir þessa áskrift er hægt að skoða alla þá reikninga sem hafa verið stofnaðir.

TILKYNNINGAR
Þú færð skilaboð þegar reikningur er sendur
Undir Stillingar > Tilkynningar á tölvupósti getur þú valið hvaða tilkynningar þú færð. Einnig er hægt að stilla hvaða tilkynningar bókarinn fær og hvort þú viljir að kerfið sendi greiðslukvittun á greiðanda þegar kerfið staðfestir að reikningurinn hafi verið greiddur.

REGLULEGA GÓÐIR REIKNINGAR
Fáðu meira fyrir ódýra áskrift
Með Konto getur þú byrjað frítt. Ef þú þarft bara einstaka reikninga og ekki neina viðbótarvirkni, þá er ekkert mál að nota ókeypis áskriftina og greiða bara fyrir að senda reikninga í netbanka (ef þarf). Einnig getur þú virkjað greidda áskrift og fengið mikið af viðbótarvirkni, eins og t.d.: Kostnaðarskráningu, Áskriftarreikningar, Sölusíður, Innheimtuþjónusta, Bókaraaðgangur, Tilboðsgerð, Afhendingarseðlar, Sölugreining, Vefþjónustu, Hópar, Lagerstað, Skýrslur o.fl.