Getur verið einfalt, eða með marga reiti og myndir.
Lagervara Ef valið er að setja inn lagerstöðu þá er hægt að skilgreina takmarkað magn sem hægt er að selja.
Tilkynningar- og greiðslugjald
Valkvætt að bæta við gjaldi á reikning í netbanka til að jafna út þinn kostnað við að gera reikning og rukka.
Svona lítur þetta út
Þú sérð strax hægra megin á skjánum hvernig sölusíðan mun líta út í símaviðmóti.
Smellir svo á “Stofna sölusíðu”
SKRÁNING OG PÖNTUN
Kaupandi skráir sjálf(ur) upplýsingar
Deila hlekk, senda á sölusíðuna
Notaðu hlekkin á þinni heimasíðu eða bættu við í söluherferðir í gegnum ýmsa miðla.
Margir að mæta?
Fyrir námskeið/viðburð og magn meira en 1, þá koma auka reitir fyrir lista yfir þátttakendur.
Svindlvörn með SMS Kaupandi smellir á “Staðfesta” og fær því næst SMS kóða sem verður að staðfesta. Bannað að svindla.
Reikning beint í netbankann
Löggildur reikningur er stofnaður fyrir bókhaldið og birtist greiðanda í netbanka og banka appi.
XML Rafrænir reikningar
Stærri kaupendur ætlast til að fá XML skeyti fyrir bókhaldið. Eitt hak, ekkert mál. Konto sér um þetta!
MÍNAR SÖLU- OG SKRÁNINGARSÍÐUR
Allt í einu yfirliti, deildu hlekk eða felldu inn.
Afritaðu hlekk og deildu
Afritaðu hlekkinn og settu hvar sem er. Deildu honum á samfélagsmiðlum og/eða á síðuna þína sem hlekkur eða takki.
Fella inn á þína síðu (e. embed) Þú velur “Bæta við mína síðu” og færð kóða (bæði js og iframe) sem þú getur notað til að bæta forminu við á þína heimasíðu.